Una stýrir deild leigumarkaðsmála

Una Jónsdóttir.
Una Jónsdóttir.

Una Jónsdóttir hagfræðingur hefur verið ráðin til að stýra deild leigumarkaðsmála hjá Íbúðalánasjóði. Una starfaði áður sem hagfræðingur í hagdeild sjóðsins og hafði þar meðal annars með höndum greiningar á stöðu leigjenda og ástandi leigumarkaðarins.

Einungis 14% leigjenda vilja vera á leigumarkaði

Eitt helsta verkefni deildar leigumarkaðsmála er að vinna að því að gera leigumarkaðinn að raunverulegum valkosti fyrir fólk. Kannanir sem Íbúðalánasjóður gerði í fyrra sýndu að einungis 14% leigjenda eru á leigumarkaði vegna þess að þeir vilja vera þar. Deildin safnar og vinnur úr upplýsingum um leigumarkaðinn en talið er að aukinn áreiðanleiki gagna og bætt upplýsingamiðlun um leigumarkaðinn sé eitt af því sem þurfi til þess að gera hann að raunverulegum valkosti, segir í tilkynningu.

Skortur á leiguhúsnæði kemur verst niður á jaðarhópum

„Tölur frá Reykjavíkurborg sýna að fjöldi utangarðsfólks hefur aukist um 95% frá árinu 2012 og má það að miklu leyti rekja til skorts á leiguhúsnæði og kemur það einmitt verst niður á jaðarhópum sem hafa hingað til aðallega verið á höndum sveitarfélagana. Íbúðalánasjóður telur að skoða þurfi hvort aukinn stuðningur þurfi að koma til, til þess að sinna öllu því fólki sem þarf á húsnæði að halda,“ segir í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK