Móðurfélag Norðuráls hækkaði verulega vegna fréttar um nýja tolla

Álverksmiðja Norðuráls á Grundartanga
Álverksmiðja Norðuráls á Grundartanga

Bandaríska viðskiptaráðuneytið gaf á dögunum út tillögur um setningu nýrra tolla á innflutning alls áls til Bandaríkjanna. Tillögurnar tengjast varnarhagsmunum Bandaríkjanna, að landið geti til framtíðar framleitt ál á heimamarkaði og sé sjálfu sér nægt með þá framleiðslu.

Ef af verður er um að ræða 7,7% toll á allan álinnflutning frá öllum löndum til Bandaríkjanna, eða 23,6% toll á allar slíkar vörur frá Kína, Hong Kong, Rússlandi, Venesúela og Víetnam. Þá er möguleiki að settur verði innflutningskvóti á öll lönd önnur en þessi fimm sem nefnd voru hér á undan, sem kveður á um jafn mikinn innflutning á þessu ári og löndin fluttu til Bandaríkjanna á árinu 2017. Markmiðið er að bandarískur áliðnaður nýti 80% af afkastagetu, en nýtingin er nú um 40%.

Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls, sem er í eigu Century Aluminium, stærsta álframleiðanda í Bandaríkjunum, segir í samtali við Morgunblaðið að sér lítist vel á fréttirnar, en markaðurinn brást við með því að gengi Century hækkaði um 8,3% á hlutabréfamarkaði síðastliðinn föstudag þegar tillagan var birt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK