Fundur um stjórnendasvik í beinni

Svonefnd stjórnendasvik hafa upp á síðkastið orðið æ algengari. Samtök atvinnulífsins og Samtök fjármálafyrirtækja standa fyrir morgunfundi um forvarnir gegn stjórnendasvindli og tölvuglæpum í dag frá kl 8.30 til 10 í Húsi atvinnulífsins og verður fundinum streymt beint á mbl.is. 

Í stjórnendasvikum felst að fjársvikamenn villa á sér heimildir sem stjórnendur fyrirtækja og senda trúverðug fyrirmæli á starfsmenn þeirra um að millifæra fé með hraði.

Á fundinum munu Hákon Åkerlund og Guðmundur Örn Ingvarsson, öryggissérfræðingar Landsbankans, fjalla um einkenni slíkra glæpa og viðbrögð við þeim. Hér að neðan er streymi frá fundinum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK