Fyrsti Zip-rafbíllinn á Íslandi

Ziprafbíll við Orkustofnun.
Ziprafbíll við Orkustofnun. Ljósmynd/Aðsend

Fyrirtækið Zipcar og Orkustofnun hafa gert samkomulag um sérmerkt stæði fyrir Zip-rafbíl við hús Orkustofun á Grensásvegi.

Allir meðlimir Zipcar geta bókað rafbílinn og notað hann til dæmis til að skreppa á fundi, fara í búðina, og svo framvegis eftir þörfum.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

„Ef við ætlum að ná markmiðum okkar í minnkandi losun koltvísýrings í samgöngum þurfum við annars vegar að innleiða nýja orkugjafa og nýja tækni. Um leið þurfum við að finna nýjar leiðir til þess að nýta í botn fjárfestingu okkar í bílaflotanum og skapa okkur um leið frelsi til þess að nota þann samgöngumáta sem hentar okkur hverju sinni. Rafknúinn deilibíll hlýtur að vera rétt skref í þessa átt,“ segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, í tilkynningunni.

Þar segir að Zipcar á Íslandi sé byltingarkennd nýjung í ferðamáta innan höfuðborgarsvæðisins. Meðlimir hafa aðgang að bílum allan sólarhringinn á skilgreindum stæðum hér og þar um borgina.

Meðlimir bóka Zipcar með appi í símanum, sækja hann á merkt stæði og skila honum svo aftur þegar erindinu er lokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK