Íslandssjóðir tvöfalda hagnað sinn

Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða.
Kjartan Smári Höskuldsson, framkvæmdastjóri Íslandssjóða. Ljósmynd/Íslandssjóðir

Íslandssjóðir hf. högnuðust um 183 milljónir árið 2017, samanborið við 97 milljónir árið áður og námu hreinar rekstrartekjur 1.354 milljónum. Samkvæmt efnahagsreikningi í árslok nam eigið fé félagsins 2.180 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall félagsins, sem reiknað er samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki, var 62,0% en lögbundið lágmark er 8%. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef félagsins.

Á árinu var greiddur út arður til hluthafa sem samsvarar hagnaði rekstrarársins 2016, eða 97 milljónum króna. Stjórn Íslandssjóða leggur til að á árinu 2018 verði greiddur arður að fjárhæð 183 milljónum króna sem samsvarar hagnaði ársins 2017.

17 manns störfuðu að meðaltali hjá félaginu auk aðila í stjórnum og fjárfestingaráðum félaga og sjóða í rekstri Íslandssjóða. Heildar launakostnaður félagsins nam alls 445 milljónum króna.

Eignir í stýringu Íslandssjóða í árslok 2017 námu 251.176 milljónum króna. Í lok ársins voru 27 sjóðir í rekstri hjá félaginu og nam hrein eign þeirra 123.931 milljónum króna. Þar af eru 12 verðbréfasjóðir með hreina eign að fjárhæð 58.455 milljónir króna og 15 fjárfestingarsjóðir með hreina eign að fjárhæð 65.476 milljónir króna. Rúmlega tíu þúsund fjárfestar eiga hlutdeildarskírteini í sjóðum Íslandssjóða.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK