Sex milljarða viðskipti Advania og Stokkhólmsborgar

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi.
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi. Ljósmynd/Aðsend

Yfirvöld í Stokkhólmi hafa gert samning við Advania um kaup á snjalltækjum til allra grunn- og leikskóla borgarinnar. Virði samningsins er um 500 milljónir sænskra króna, sem samsvarar 6 milljörðum íslenskra króna.

Í samningnum felst að Advania sér um að útvega og þjónusta 55 þúsund snjalltæki á ári, næstu tvö árin. Það samsvarar tvöfalt fleiri spjald- og fartölvum en seldar voru á Íslandi í fyrra, að því er segir í tilkynningu.

 Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, segir í tilkynningunni, að Advania í Svíþjóð hafi um árabil gegnt lykilhlutverki í stafrænni þróun á sænsku skólakerfi. Með nýjum samningi við borgaryfirvöld í Stokkhólmi sé þjónusta við skólakerfið svo sannarlega orðin ein af grunnstoðum í rekstri Advania.

Nánar um samstarf Advania við sænska skólakerfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK