Skattabreytingar skiluðu Buffett 29 milljörðum

Warren Buffett.
Warren Buffett. AFP

Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett segir að fjárfestingafélags hans, Berkshire Hathaway, hafi hagnast um 29 milljarða dala, eða sem nemur um 2.900 milljörðum kr., í kjölfar þeirra skattbreytinga sem Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lagt til og samþykkt.

Berkshire Hathaway kynnti ársfjórðungsuppgjör sitt í dag og greindi frá methagnaði, að því er fram kemur á vef BBC.

Repúblikanaflokkurinn lagði til meiriháttar breytingar á skattkerfi landsins, en frumvarp þess efnis var samþykkt í desember. Þar var m.a. lagt til að skattur á fyrirtæki yrði lækkaður úr 35% í 21%. 

Buffett, sem er einn af ríkustu mönnum jarðar, mótmæli fyrirætlunum repúblikana. 

Buffett segir í bréfi sem hann hefur sent til hluthafa, að skattkerfisbreytingarnar hafi skilað tæplega helmingi af hreinum hagnaði fyrirtækisins árið 2017.

„Stór hluti hagnaðar okkar kom ekki til vegna einhvers sem við náðum að áorka hjá Berkshire,“ skrifaði hann. „Aðeins 36 milljarðar dala eru vegna starfsemi Berkshire. Þeir 29 milljarðar dala sem eftir standa voru færðir okkur í desember þegar Bandaríkjaþing endurskrifaði bandarísku skattalöggjöfina.“

Sérfræðingar höfðu bent á að alþjóðleg stórfyrirtæki væru á meðal þeirra sem myndu hagnast mest á þessum breytingum. 

Breski bankinn Barclays spáði því t.d. í síðustu viku að Berkshire Hathaway myndi njóta góðs af breyttri skattalöggjöf, og í kjölfar þessa mikla hagnaðar nú myndi hagnaðurinn að óbreyttu halda áfram að aukast, eða um 12%. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK