Vanmat á gistinóttum gefur skakka mynd

Vanmat á fjölda gistinátta á Íslandi leiðir til þess að dvalarlengd erlendra ferðamanna er vanmetin og ef það sveiflast á milli ára getur það haft villandi áhrif á umræðuna að sögn sérfræðings hjá Íslandsbanka.

Greint var frá því að allt að 17% gistinátta er­lendra ferðamanna á Íslandi rötuðu ekki inn í taln­ing­ar Hag­stof­unn­ar, samkvæmt könnun Ferðamálastofu. Er áætlað að 17% gistinátta í ág­úst hafi verið hjá vin­um, ætt­ingj­um eða í tengsl­um við íbúðaskipti og „sófagesti“. Þess­ar gist­inæt­ur rata ekki inn í taln­ing­ar Hag­stof­unn­ar.

„Þetta hefur tvímælalaust áhrif,“ segir Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur í greiningu Íslandsbanka. „Ef gistinætur eru vanmetnar þá færðu færri gistinætur á hvern ferðamann en ella og dvalarlengd ferðamanna verður því vanmetin í opinberum gögnum.“

Í umræðunni hefur verið að ferðamenn hafi stytt dvalartímann sinn hér á landi m.a. vegna þess að nú sé dýrara að ferðast hingað. Ef hlutfall óskráðra gistinátta sem rata ekki inn í talningar fer vaxandi munu opinber gögn sýna styttri dvalartíma ferðamanna en áður.

„Samhliða auknu umfangi Airbnb hér á landi hafa óskráðar gistinætur sem hlutfall af heildargistinóttum ferðamanna að öllum líkindum aukist yfir tíma og vanmatið því aukist.“ segir Elvar Orri. „Við vitum að skráðum gistinóttum hefur ekki fjölgað hlutfallslega til jafns við fjölgun ferðamanna. Það bendir til þess að ferðamenn séu að dvelja skemur en ef tekið er tillit til óskráðra gistinótta tel ég að niðurstaðan verði ekki eins afgerandi á þá leið.“

Ef óskráðum gistinóttum er að fjölga hlutfallslega á milli ára getur skekkja af þessu tagi haft áhrif á umræðuna með villandi hætti að sögn Elvars. Hann segir mikilvægt að búa þannig um að tölur yfir gistinætur verði nákvæmari og stór liður í því sé að fá gistingu á Airbnb upp á borðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK