Heinz blekkti neytendur

Auglýsing Heinz á barnamat.
Auglýsing Heinz á barnamat.

Matvælaframleiðandinn Heinz blekkti neytendur um hollustu barnamatarins Little Kids Shredz samkvæmt niðurstöðu dómstóls í Ástralíu. Að mati dómsins átti fyrirtækinu að vera ljóst að um blekkingar var að ræða. 

Áströlsku neytendasamtökin stefndu Heinz árið 2016. Sögðu þau myndir og yfirlýsingar Heinz um Shredz vörurnar, sem innihalda ávaxtamauk, segja að þær ættu að vera heilsusamlegar og næringarríkar fyrir ung börn. 

Sögðu samtökin að slíkar fullyrðingar væru villandi þar sem að vörurnar innihéldu um 60% sykur sem væri mun hærra en í ávöxtum og grænmeti almennt. Á þessi sjónarmið féllst dómstóllinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK