Reykjavík fjórtánda dýrasta borgin

Útsýni frá Marina Bay Sands hótelinu í Singapore.
Útsýni frá Marina Bay Sands hótelinu í Singapore. mbl.is/Ómar Óskarsson

Fimmta árið í röð sýna mælingar hagrannsóknadeildar tímaritsins The Economist að borgríkið Singapúr er dýrasta borg heims. Þar á eftir koma París, Zürich, Hong Kong, Osló, Genf, Seúl, Kaupmannahöfn, Tel Aviv og Sydney.

Reykjavík hafnar í 14. sæti en deildi 16. sæti með Helsinki í fyrra. Reykjavík deilir nú sæti með Los Angeles og þykir litlu ódýrari en New York sem er í 13. sæti listans.

Mæling The Economist tekur m.a. mið af húsnæðisverði, verði helstu neysluvara og kostnaði við að eiga og reka bíl.

Sveiflast með gengi

Gengisþróun getur haft töluverð áhrif á það hvar lönd hafna á listanum, og lækkaði t.d. Tashkent, höfuðborg Úsbekistans, um 35 sæti eftir gengishrun seint á síðasta ári. Kaíró í Egyptalandi lækkaði um 22 sæti á milli ára, af sömu ástæðu.

Styrking mexíkóska pesóans ýtti Mexíkóborg upp um 23 sæti. Þá hækkaði Santiago í Síle einnig en þar hefur gjaldmiðillinn styrkst vegna hækkandi koparverðs. Hækkað olíuverð hefur líka styrkt rúbluna og færðust Moskva og Pétursborg upp um 12 og 14 sæti.

Neðst á listanum er Damaskus í Sýrlandi, en einnig eru í tíu neðstu sætunum borgirnar Caracas, Almaty, Lagos, Bangalore, Karachi, Algeirsborg, Chennai, Búkarest og Nýja Delí.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK