1,7 milljarða gjaldþrot Íshluta

Íhlutir seldu meðal annars Hitachi-vinnuvélar.
Íhlutir seldu meðal annars Hitachi-vinnuvélar. mbl.is/RAX

Gjaldþrotaskiptum á einkahlutafélaginu FS 14, áður Íshlutir, er lokið. Niðurstaðan er sú að 178 milljónir greiddust upp í kröfur sem námu alls 1,7 milljörðum króna.

Auglýsing um skiptalokin birtist í Lögbirtingarblaðinu en félagið var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2010. Íshlutir voru stofnaðir árið 1998 og sérhæfðu sig í sölu og þjónustu við vinnuvélar á verktakamarkaðnum. Auk innflutnings annaðist fyrirtækið útflutning á vinnuvélum. Það var til húsa að Völuteigi í Mosfellsbæ. 

Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins frá árinu 2008 átti Hjálmar Helgason 100% hlut í félaginu. Hjálmar keypti allt hlutaféð af Gunnari Björnssyni og Pétri Ingasyni í september 2007 en þá störfuðu um 35 manns hjá fyrirtækinu. Íshlutir töpuðu tæplega 1,1 milljarði árið 2008 og skýrðist tapið af því að vörusala dróst saman um meira en helming, eða úr 4,7 milljörðum í 2 milljarða. 

Greint var frá því sumarið 2008 að HIG ehf., móðurfélag Íshluta, hefði keypt allt hluta­fé Ræsis, sem annaðist viðgerðar- og varahlutaþjónustu fyrir Mercedes-Benz-bifreiðar, og Ræsis fast­eigna. Hjálm­ar Helga­son sagði stuttu síðar í samtali við Morgunblaðið að skuld­ir og skuld­bind­ing­ar Ræsis hefðu reynst meiri en HIG fékk upp­lýs­ing­ar um og því hafi fé­lagið ekki haft áhuga á að taka við verk­efn­inu.

Alls var kröfum að fjárhæð kr. 1,7 milljarðar lýst í búið, auk áfallinna vaxta og kostnaðar. Þar af voru samþykktar forgangskröfur að upphæð 22 milljónir króna sem greiddust að fullu. Samþykktar veðkröfur námu 933 milljónum króna og alls greiddust 156 milljónir upp í veðkröfur eða um 16,782%. Samtals var lýst almennum kröfum að fjárhæð 776 milljónir en ekkert greiddist upp í almennar og eftirstæðar kröfur.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK