Gyðja Collection gjaldþrota

Skjáskot/Gydjacollection.com

Einkahlutafélagið H58, áður Gyðja Collection, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Auglýsing um gjaldþrotið birtist í Lögbirtingarblaðinu í dag.

Árið 2015 lauk skiptum á GBN ehf., sem áður hét Meyja ehf. og þar áður Gyðja ehf. Fé­lagið hélt utan um fram­leiðslu, hönn­un og sölu á skóm, fatnaði og ilm­vötn­um undir nafninu Gyðja Collection og var í eigu Sigrúnar Lilju Guðjónsdóttur.

Tísku­húsið var þó áfram starf­rækt í fé­lag­inu Gyðja Col­lecti­on ehf. sem hélt m.a. um sölu á hand­tösk­um, úrum, tíma­bundn­um húðflúr­um og skart­grip­um. 

Samkvæmt síðasta ársreikningi félagsins frá árinu 2014 tapaði Gyðja Collection 7,5 milljónum króna og var eigið fé neikvætt um 39 milljónir. Skuldir voru samtals 52 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum mbl.is kom gjaldþrotabeiðnin frá tollstjóra vegna kröfu upp á 4,1 milljón króna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK