Íslandsbanki á mest undir ferðaþjónustunni

mbl.is/Ófeigur

Vægi lána til ferðaþjónustunnar síðustu áramót var langhæst hjá Íslandsbanka, eða 13% af útistandandi lánum til viðskiptavina bankans. Næstur er Landsbankinn með 8% og síðan Arion banki með 7%.

Þetta kemur fram í frétt á vef Túrista en þar sem fjallað er um lánveitingar bankanna til ferðaþjónustunnar. Í krónum talið námu lánveitingar Íslandsbanka til ferðþjónustunnar 94 milljörðum, lánveitingar Landsbankans 75 milljörðum og lánveitingar Arion banka 54 milljörðum. 

Í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Túrista um skiptingu lánveitinga segir að 55% allra lána til ferðaþjónustu flokkist undir verslun og þjónustu, 21% tilheyri fasteignafélögum, 18% heyrir undir iðnað og flutning en þau 6% sem eftir standa séu óflokkuð. Hvorki fengust nánari upplýsingar frá Landsbankanum né Arion banka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK