1.322 milljóna arðgreiðslur hjá VÍS

Aðalfundur VÍS fór fram í dag.
Aðalfundur VÍS fór fram í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á aðalfundi Vátryggingafélags Íslands hf. sem var haldinn í dag var samþykkt tillaga stjórnar um að félagið greiði hluthöfum arð sem nemur kr. 0,60 á hlut fyrir árið 2017. Heildarfjárhæð arðgreiðslunnar er um 1.322 milljónir króna.

Arðsákvörðunardagur er 22. mars 2018 sem þýðir að skráðir hluthafar í lok dags 26. mars 2018 (arðsréttindadagur) eiga rétt á arðgreiðslu.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Arðleysisdagur er því 23. mars 2018 sem er fyrsti viðskiptadagur eftir arðsákvörðunardag og útborgunardagur er 28. mars 2018 (arðgreiðsludagur).

Aðalfundur samþykkti að lækka hlutafé félagsins úr kr. 2.223.497.541 að nafnverði í kr. 2.202.642.307 að nafnverði, og að eigin hlutir félagsins að nafnverði kr. 20.855.234 séu þannig ógiltir. Tillagan var samþykkt með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlitsins, að því er kemur fram í tilkynningunni.

Jafnframt samþykkti aðalfundur að heimila stjórn að uppfæra 3. gr. samþykkta félagsins til samræmis við samþykkta hlutafjárlækkun að fengnu samþykki Fjármálaeftirlitsins auk lítils háttar breytingar á ákvæði 2. mgr. 18. gr. varðandi fundargerðir hluthafafunda.

Þá samþykkti aðalfundur að stjórn félagsins væri heimilt að kaupa á næstu 18 mánuðum hluti í félaginu, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun, þannig að það ásamt dótturfélögum þess eigi, að öðrum lagaskilyrðum fullnægðum, allt að 10% af hlutafé þess. Heimild til endurkaupa á eigin hlutum í þeim tilgangi að lækka hlutafé er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins.

Sjálfkjörið var í stjórn félagsins fyrir næsta starfsár.

Stjórnin er þannig skipuð:

  • Gestur Breiðfjörð Gestsson
  • Helga Hlín Hákonardóttir
  • Jón Sigurðsson
  • Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir
  • Valdimar Svavarsson

Varamenn í stjórn:

  • Ólöf Hildur Pálsdóttir
  • Sveinn Friðrik Sveinsson.

Stjórn félagsins hefur þegar komið saman og skipt með sér verkum. Formaður stjórnar er Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og varaformaður er Helga Hlín Hákonardóttir.

Pricewaterhouse Coopers ehf. var kjörið endurskoðunarfélag VÍS.

Aðalfundur samþykkti tillögu um nýja starfskjarastefnu sem inniheldur m.a. ramma um kaupaukakerfi.

Niðurstöður aðalfundarins má að öðru leyti sjá í meðfylgjandi viðhengi ásamt starfskjarastefnu.

Helstu niðurstöður aðalfundarins

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK