Afhentu rangar upplýsingar

mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Íslandsbanki lagði fram röng gögn í gagnaherbergi sem dómkvöddum matsmönnum var veitt aðgengi að í máli þar sem deilt er um verðmæti þeirra eigna sem Íslandsbanki keypti af Gamla Byr og ríkissjóði Íslands.

Viðskiptin áttu sér stað árið 2011 og hljóðuðu upp á 6,6 milljarða króna. Telur Íslandsbanki að virðisrýrnun kröfusafns Byrs hafi leitt til fjártjóns bankans og hefur hann af þeim sökum gert kröfu á hendur Byr og ríkissjóði sem hljóðar upp á hærri fjárhæð en nam kaupverðinu á sínum tíma eða 7,7 milljarða auk vaxta.

Haft er eftir Gesti Jónssyni, lögmanni Byrs, í ViðskiptaMogganum að ef byggt væri á hinum röngu gögnum gæti það leitt til þess að Íslandsbanki auðgaðist með ólögmætum hætti á kostnað annarra kröfuhafa og hluthafa Byrs.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK