Ófremdarástand í vörudreifingu í miðbænum

mbl.is/Ómar

„Það er ófremdarástand hvað varðar vörudreifingu til veitingahúsa og hótela í miðbænum,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda í samtali við ViðskiptaMoggann. „Það hefur leitt til þess að fyrirtæki taka á sig tugi, jafnvel hundruð þúsunda króna á ári í sektir vegna stöðubrota. Það er því miður engin önnur leið til að þjónusta suma viðskiptavini.“

Félag atvinnurekenda og Klúbbur matreiðslumeistara munu funda með Hjálmari Sveinssyni, formanni umhverfis- og skipulagsráðs, í dag vegna málsins.

Að sögn Ólafs er vörudreifing orðin æ erfiðari eftir að veitingastöðum og hótelum fjölgaði í miðbænum. „Við vitum ekki hve margir veitingastaðir eru í miðbænum en Rannsóknarsetur verslunar lét telja þá árið 2016 og þá voru þeir 177 og hafði fjölgað um 69% frá árinu 1999. Sama ár reiknaði atvinnuþróunarsvið Reykjavíkurborgar með því að veitingastöðum gæti fjölgað um 50-70 á árunum 2016-2020. Því mati hafa ekki fylgt aðgerðir skipulagssviðs borgarinnar til að hægt sé að greiða fyrir þjónustu fyrir þennan vaxandi geira,“ segir Ólafur.

Félag atvinnurekenda leggur til að reglur um tímabil vörudreifingar, stærð og gerð bifreiða verði samræmdar því sem gerist í miðborgum í nágrannalöndum okkar. Skoðað verði að koma á fót sérstökum stæðum sem bifreiðar dreifingaraðila gætu nýtt. Hluti af lausninni gæti verið að samnýta rútustæði. Auk þess sem framkvæmd Bílastæðasjóðs á eftirliti með stöðubrotum verði skoðuð og bifreiðar dreifingaraðila mögulega merktar til að fá aukið svigrúm varðandi bifreiðastöður.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK