Endurheimtur í búi VBS minnst 15%

Beðið er eftir niðurstöðum í nokkrum dómsmálum áður en skiptum …
Beðið er eftir niðurstöðum í nokkrum dómsmálum áður en skiptum lýkur. mbl.is/Kristinn

Gjaldþrotaskipti á VBS eignasafni hf., sem áður hét VBS fjárfestingarbanki hf., eru langt á veg komin. Útlit er fyrir að minnst 15% fáist upp í samþykktar kröfur á hendur búinu þegar allt verður tekið saman. 

Í Lögbirtingarblaðinu er greint frá því að skiptafundur vegna skipta á VBS eignasafni verði haldinn í apríl. Hróbjartur Jónatansson skiptastjóri segir í samtali við mbl.is að á fundinum verði lögð fram úthlutunargerð til þess að greiða út þá fjárhæð sem hefur safnast í búið frá því að síðast var greitt út. 

Hróbjartur segir að bíða þurfi niðurstöðu í nokkrum dómsmálum áður en hægt sé að ljúka skiptum á búinu. „Það er búið að leysa úr stærstu álitamálunum og ráðstafa stærstu eignunum. Þetta er komið mjög langt og skiptin eru nánast komin á leiðarenda en vegna nokkurra dómsmála er ekki hægt að ljúka skiptunum strax.“

Samkvæmt ársreikningi VBS eignasafns frá árinu 2016 nema skuldir þess 38,3 milljörðum króna. Hróbjartur segir að sú upphæð endurspegli samþykktar kröfur á hendur búinu en þær hafi þó verið færðar niður frá því að skipti hófust. Í frétt Viðskiptablaðsins frá því í desember 2015 kom fram að lýstar kröfur næmu 50 milljörðum króna. 

„Endurheimturnar verða ekki lægri en 15%,“ segir Hróbjartur en það eru um sex milljarðar króna. Hann bætir við að stærstu greiðslurnar hafi komið úr riftunarmálum. Ef þeirra hefði ekki notið við hefði búið verið fremur rýrt. 

VBS eignasafn hefur verið í slitameðferð frá árinu 2010. Stærstu kröfuhafar þrotabúsins eru Eignasafn Seðlabanka Íslands, gamli Landsbankinn og Glitnir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK