Matsgerð kostar yfir 100 milljónir

Hart er tekist á um virði krafna sem áður voru …
Hart er tekist á um virði krafna sem áður voru í eigu Byrs. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir dómkvaddir matsmenn hafa í tæp fjögur ár unnið að greiningu á gögnum sem varða kröfusafn sem Íslandsbanki keypti af Gamla Byr og ríkissjóði Íslands árið 2011.

Telur bankinn að hann hafi verið svikinn í viðskiptunum og krefst bóta sem nema hærri fjárhæð en kaupverðinu á sínum tíma.

Enn sér ekki fyrir endann á vinnu matsmannanna en í svari Íslandsbanka við fyrirspurn Morgunblaðsins kemur fram að gert sé ráð fyrir verklokum á síðari hluta ársins. Kostnaður vegna matsins er nú orðinn nærri 100 milljónir en allt stefnir í að hann verði mun hærri, að því er fram kemur í fréttaskýringu um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK