Leiguverð hækkaði meira en íbúðaverð

Leiguverð hækkaði meira en íbúðaverð í mars.
Leiguverð hækkaði meira en íbúðaverð í mars. mbl.is/Sigurður Bogi

Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,1% í mars á sama tíma og fasteignaverð lækkaði um 0,1%.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði.

Árshækkun leiguverðs, samkvæmt þinglýstum leigusamningum, nemur nú 10% og er í fyrsta skipti síðan í nóvember 2014 meiri en árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, sem mælist nú 7,7%.

Samanburður á 12 mánaða hækkun íbúðaverðs og leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu.
Samanburður á 12 mánaða hækkun íbúðaverðs og leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu. Tafla/Íbúðalánasjóður

Upp úr miðju ári 2016 fór fasteignaverð á höfuðborgarsvæðinu að hækka hraðar en leiguverð en nú hefur hægt á íbúðaverðshækkunum.

„Of snemmt er að segja til um hvert leiguverð stefni næstu misseri, en flestir eru sammála um að aukin ró sé að færast yfir húsnæðismarkaðinn,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK