Eyrir Invest hagnast um tæpa 14 milljarða

Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyrir Invest.
Þórður Magnússon, stjórnarformaður Eyrir Invest. mbl.is/Styrmir Kári

Hagnaður Eyris Invest jókst um 163% á milli ára og nam 110 milljónum evra í fyrra, jafnvirði 13,6 milljarða króna. Arðsemi eigin fjár Eyris Invest var 34% á árinu og eiginfjárhlutfallið var 66% við árslok. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins.

Marel hækkaði um 30% á árinu að teknu tilliti til arðgreiðslna. Til samanburðar lækkaði Marel um 4% árið 2016 að teknu tilliti til arðgreiðslna, samkvæmt athugun ViðskiptaMoggans.

Helstu eignir félagsins eru 26% hlutur í Marel og 43% hlutur í Eyri Sprotum. Eyrir hefur verið stærsti hluthafi Marels frá árinu 2005. Eyrir Sprotar fjárfesta í vænlegum vaxtarfyrirækjum. Við árslok átti fyrirtækið í tíu félögum. Eyrir Invest á einnig þriðjungshlut í Efni Media, sem selur vöru og þjónustu í gegnum netið og samfélagsmiðla.

Á liðnu ári seldi Eyrir í Marel fyrir 66,9 milljónir evra, jafnvirði 8,3 milljarða króna. Fjárfestingafélagið lagði 3,6 milljónir evra, jafnvirði 444 milljóna króna, í Eyri Sprota. Það keypti sömuleiðis eigin bréf fyrir 748 þúsund evrur.

Stærstu hluthafar Eyris Invest eru Landsbankinn með 22%, Þórður Magnússon stjórnarformaður með 19% og Árni Oddur Þórðarson, sonur hans og forstjóri Marels, með 16% hlut.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK