Berglind og Inga til Tjarnargötunnar

Berglind Pétursdóttir og Inga Óskarsdóttir.
Berglind Pétursdóttir og Inga Óskarsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Framleiðslufyrirtækið Tjarnargatan hefur ráðið inn þær Berglindi Pétursdóttur og Ingu Óskarsdóttur. Berglind mun starfa hjá fyrirtækinu sem viðskiptatengill og hugmyndasmiður en Inga í handritsgerð, framleiðslu og leikstjórn.

Hartnær 400 manns sóttu um stöðurnar sem auglýstar voru til umsóknar fyrr á árinu, að því er segir í tilkynningu.

Berglind kemur til Tjarnargötunnar frá auglýsingastofunni ENNEMM en þar hafði hún starfað m.a. sem hugmyndsmiður og sérfræðingur á samfélagsmiðlum. Hún hefur jafnframt sinnt ritstjórnarstörfum og dagskrárgerð í sjónvarpsþættinum Vikan með Gísla Marteini á RÚV. Áður hefur hún starfað sem pistlahöfundur hjá Fréttablaðinu, hugmynda- og textasmiður hjá Íslensku auglýsingastofunni og sjálfstætt starfandi. Berglind hefur störf hjá Tjarnargötunni 1. maí.

Inga útskrifaðist af handrita- og leikstjórnardeild Kvikmyndaskóla Íslands í desember á síðasta ári. Þar vann hún m.a. verðlaun fyrir bestu útskriftarmyndina. Inga hefur þegar hafið störf hjá Tjarnargötunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK