Hæsta meðalverðið var 530.000 kr. á fermetra

Staðan á fasteignamarkaðnum hvað dýrustu og ódýrustu hverfin varðar breyttist …
Staðan á fasteignamarkaðnum hvað dýrustu og ódýrustu hverfin varðar breyttist því ekki mikið á milli áranna 2016 og 2017. mbl.is/Ómar Óskarsson

Á árinu 2017 var hæsta meðalverð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu í miðborginni um 530 þús. kr. á m2 sem er um 7% hærra verð en í næsta hverfi. Næst dýrasta hverfið var Teigar og Tún og í þriðja sæti Melar og Hagar.

Fjögur dýrustu hverfin eru því í Reykjavík og þar á eftir kemur Sjáland í 5. sæti. Seltjarnarnes er í 8. sæti og Lindir í 10. sæti. Af 10 dýrustu hverfunum á höfuðborgarsvæðinu eru því 7 í Reykjavík. Ódýrustu hverfin 2017 voru Vangar og Álfaskeið í Hafnarfirði og Selja- og Húsahverfi í Reykjavík, að því er fram kemur í Hagsjá Landsbankans.

Fram kemur, að miðborgin hafi einnig verið dýrust 2016, en þá voru Seltjarnarnes og Sjáland í næstu sætum. Þar næst komu Melar og Hagar og Teigar og Tún. Vangar og Álfaskeið voru einnig ódýrustu hverfin 2016 og þar á eftir komu Hraun í Hafnarfirði og Húsahverfi.

Mesta verðhækkun milli 2016 og 2017 var í Lindahverfi í Kópavogi, eða 28%, sem er um 9 prósentustigum yfir meðalhækkun, að því er segir í Hagsjánni. Verðið hækkaði síðan um 27% á Vöngum og í Bergum í Hafnarfirði og síðan komu Vogar og Hraunbær. Langminnsta verðhækkunin var á Seltjarnarnesi, eða 4%. Þetta útskýrist væntanlega af því að mikið af dýrum nýjum eignum voru seldar á árunum fyrir 2017 og var slíkum viðskiptum lokið á árinu 2017. Næstminnsta hækkunin var í Grandahverfi, eða 9%, og í Sjálandshverfi, miðborg og Akrahverfi, eða 13%. Árið á undan voru hækkanir langmestar á Seltjarnarnesi og þar á eftir í Selja- og Hólahverfi. Minnstu hækkanirnar þá voru í Húsahverfi, Hraunum og Ökrum.

Miðborgin hefur lengi verið dýrasta hverfið á höfuðborgarsvæðinu og Vangar og Álfaskeið í Hafnarfirði og Seljahverfi oft verið ódýrust. Sé litið á þróun hæsta og lægsta verðs á svæðinu allt frá árinu 1990 hefur hæsta verð 7,6-faldast og lægsta verð 7,2-faldast. Sé hins vegar litið á þróunina frá aldamótum hefur hæsta verð 3,3-faldast og lægsta verð 2,7-faldast.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK