„Fjárhæðir sem skipta máli“

Lilja Alfreðsdóttir með blaðalesendum framtíðarinnar.
Lilja Alfreðsdóttir með blaðalesendum framtíðarinnar.

„Auk þeirra tillagna sem koma fram í skýrslunni er verið að meta aðra kosti,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra, en tillögur til úrbóta fyrir rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla verða kynntar í sumar.

Í skýrslunni sem Lilja vísar í er m.a. lagt til að endurgreiða hluta kostnaðar vegna framleiðslu á fréttum og fréttatengdu efni, að Ríkisútvarpið fari af auglýsingamarkaði og að áfengis- og tóbaksauglýsingar verði heimilaðar.

„Leiðarljósið er auðvitað að við viljum hafa vandaða einkarekna fjölmiðla á Íslandi til þess að styðja við upplýsandi umræðu í samfélaginu.“ Meðal annars segir Lilja í Morgunblaðinu í dag, að verið sé að skoða fjölmiðlasjóð sem myndi styrkja gerð menningar- og fréttaefnis, blaðamannasjóð sem styrki rannsóknarverkefni óháð miðlum, dreifbýlissjóð fyrir miðla í dreifbýli, skattaívilnanir, þróunar- og nýsköpunarstyrki, beina rekstrarstyrki, lækkun virðisaukaskatts á auglýsingar og lækkun tryggingagjalds.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK