Rekstrarumhverfið á eyríkinu Íslandi

Fundur um rekstrarumhverfið fyrirtækja á Íslandi hefst kl 14.30 í Hörpu og verður sýnt beint frá fundinum á mbl.is. Tilefni fundarins er að nú sé liðið ár frá því að gjaldeyrishöftin voru afnumin að stærstum hluta. 

Á fundinum verður rætt hver staða Íslands er í heildarsamhengi hlutanna í heiminum þegar kemur að því að reka fyrirtæki sem starfa á alþjóðamörkuðum. 

Meðal annars verður fjallað um fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja, ávinning og hindranir erlendrar fjármögnunar, og framtíð gagnaversþjónustu á Íslandi. 

Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Íslandsstofa, SKR lögfræðiþjónusta, Grant Thornton og GAMMA standa að fundinum. 

Sjá nánar um dagskrá fundarins á heimasíðu Viðskiptaráðs

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK