Rukka aukalega fyrir fótarýmið

Icelandair er byrjað að rukka aukalega fyrir sæti við neyðarútganga þar sem fótarýmið er meira en við önnur sæti. 

Þetta kemur fram í frétt Túrista en þar segir að gjaldið nemi á bilinu 2 til 3 þúsund krónur í flugi innan Evrópu en 4.500 til 6.500 krónur í flugi til Norður-Ameríku. Í vetur hóf Icelandair að bjóða upp á nýjan valkost þar sem innritaður farangur var ekki innifalinn en áfram var val um sæti í flugvélinni. 

Í frétt Túrista er verðlagningin borin saman við verðlagningu WOW air. Í Evrópuflugi WOW air kostar 1.999 til 2.999 krónur að sitja í sambærilegum sæti í Evrópufluginu en 3.999 til 5.999 krónur í flugi til Norður-Ameríku. Farþegar þurfa hins vegar einnig að greiða fyrir almenn sæti vilji þeir velja sér stað. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK