WOW fær afhenta nýja A321ceo-þotu

Nýja Airbus A321ceo flugvél WOW air. Myndin var tekin rétt …
Nýja Airbus A321ceo flugvél WOW air. Myndin var tekin rétt áður en vélin fór frá Hamborg til Íslands í morgun. Á myndinni eru Einar Valur Bárðarson flugstjóri, Már Þórarinsson tæknistjóri og Reynald Hinriksson flugmaður. Ljósmynd/Aðsend

Nýjasta vél WOW air lenti í dag Keflavíkurflugvelli. Um er að ræða nýja Airbus A321ceo-þotu sem kemur beint frá verksmiðju Airbus í Hamborg og verður strax notuð í áætlunarflug.

Vélin ber skráningarnúmerið TF-DOG, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá WOW air. Hún inniheldur 208 sæti, þar af átta breiðari sæti með meira sætabili. Vélin kemur til með að fljúga innan Evrópu og til Bandaríkjanna. Þetta er nítjánda vél WOW air en fyrir lok árs 2018 mun floti WOW air samanstanda af 24 nýjum Airbus flugvélum.

WOW kynnti í síðustu viku betr­um­bætta þjón­ustu í viðskiptafar­rými und­ir heit­inu WOW premium og ætl­ar þannig í harða sam­keppni um mark­hóp sem fullþjón­ustu­fé­lög (legacy air­lines) hafa haft mikl­ar tekj­ur af. 

Þá var greint frá því á mbl.is í dag að fyrsta A330-900­neo-breiðþotan af þeim fjór­um sem flug­fé­lagið WOW air fær af­hent­ar á ár­inu sé kom­in úr mál­un hjá flug­véla­fram­leiðand­an­um Air­bus. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK