Comcast skerst í leikinn

AFP

Fjarskiptafyrirtækið Comcast hefur gert tilboð í evrópska sjónvarpsrisann Sky að virði 22 milljarða punda, sem jafngilda 3.100 milljörðum íslenskra króna. 

Þessu er greint frá á fréttavef breska ríkisútvarpsins BBC en þar segir að tilboðið sé sett til höfuðs tilboði 21st Century Fox sem nemur um 19 milljörðum punda. Disney gekk í des­em­ber frá kaup­um á stór­um hluta af 21st Cent­ury Fox fyr­ir 52,4 millj­arða Banda­ríkja­dala. Mur­doch-fjöl­skyld­an var helsti hlut­haf­inn í Fox og fékk greitt fyr­ir hlut­inn í hluta­bréf­um í Disney.

Fox hef­ur lengi sóst eft­ir því að kaupa þann 61% eign­ar­hlut sem það á ekki í Sky en sam­keppn­is­yf­ir­völd í Bretlandi úr­sk­urðuðu fyrr á ár­inu að yf­ir­tak­an væri ekki til hags­bóta fyr­ir al­menn­ing og að áhrif Mur­doch-fjöl­skyld­unn­ar í fjöl­miðlum yrðu of mik­il.

Hefur 21st Cent­ury Fox lagt til að sjón­varps­frétta­stöðin Sky News verði seld til Disney til þess að tryggja það að yf­ir­tak­an gangi í gegn. 

Sky dró meðmæli sín með tilboði Fox til baka eftir að Comcast skarst í leikinn og hafa hlutabréf í Sky hækkað um 3,4% síðan þá. Í tilkynningu um kaupin gaf Comcast út að tilboð sitt, sem nemur 12,5 pundum á hlut, væri 16% hærra en tilboð Fox, sem nemur 10,75 pundum á hlut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK