Hagnaður N1 dróst saman

mbl.is/Hari

Olíufélagið N1 hagnaðist um 76 milljónir króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs samanborið við 225 milljónir á sama tímabili á síðasta ári. 

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir nam 400 milljónum á ársfjórðungnum samanborið við 521 milljón í fyrra. Selt magn af bensíni og gasolíu minnkaði um 2,2% á milli ára sem skýrist af aukinni samkeppni á einstaklingsmarkaði, að því er kemur fram í tilkynningu um uppgjörið til Kauphallarinnar 

Framlegð af vörusölu minnkaði um 1,0% á fyrstu þremur mánuðum ársins. Eigið fé var 13.873 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 49,0% í lok fjórðungsins. 

Birgðir hækka um 5,4% á milli ára og er skýringin hærra heimsmarkaðsverð á olíu og aukin umsvif í sölu á flugeldsneyti.

EBITDA-spá fyrir árið 2018 er óbreytt og gerir ráð fyrir að EBITDA muni verða á bilinu 3.500 til 3.700 milljónir króna að undanskildum kostnaði við fyrirhuguð kaup á Festi hf. Sú spá byggir á því að olíuverð verði tiltölulega stöðugt og að gengi Bandaríkjadals verði í kringum 102 krónur. 

N1 ákvað í apríl að aft­ur­kalla samruna­til­kynn­ingu sína varðandi kaup fé­lags­ins á Festi hf., sem rek­ur meðal annars Krónu­versl­an­irn­ar. Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur haft kaup­in til rann­sókn­ar að und­an­förnu og var rann­sókn máls­ins á lok­stigi. Ætlar N1 að tilkynna aftur um samrunann og leggja fram tillögur að skilyrðum sem ætlað er að eyða þeim samkeppnishindrunum sem Sam­keppnis­eft­ir­litið tel­ur að stafað gætu af samrun­an­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK