Milljarður í hagnað á fyrsta ársfjórðungi

Hagnaður Össurar á fyrsta ársfjórðungi þessa árs nam 10 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur einum milljarði íslenskra króna sem er um 7% af sölu fyrirtækisins.

Sala á sama tímabili nam 142 milljónum Bandaríkjadala eða sem nemur um 14 milljörðum króna en það samsvarar 8% vexti og 1% innri vexti samkvæmt fréttatilkynningu.

Enn fremur kemur fram að EBITDA Össurar hafi numið 20 milljónum Bandaríkjadala (um 2 milljörðum íslenskra króna) eða 14% af sölu. Gengisbreytingar hafi haft neikvæð áhrif á rekstrarframlegð félagsins eða um 0,5 prósentustig. 

Fyrirtækið greiddi út arð í mars sem samsvarar 9 milljónum Bandaríkjadala eða um 900 milljónum íslenskra króna sem samsvarar um 16% af hagnaði þess árið 2017. Félagið keypti einnig eigin bréf fyrir um 13 milljónir Bandaríkjadala (1,3 milljarða íslenskra króna).

Össur gekk frá nýjum lánasamningi í mars við Nordea og Danske Bank, en fram kemur að nýja fjármögnunin endurspegli sterka fjárhagsstöðu fyrirtækisins og framtíðarhorfur, sem birtist í lægra vaxtaálagi og auknum sveigjanleika í rekstri.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK