Nýr meðeigandi hjá Deloitte

Björgvin Ingi Ólafsson.
Björgvin Ingi Ólafsson.

Björgvin Ingi Ólafsson hefur verið ráðinn sviðsstjóri Deloitte Consulting. Samhliða verður Björgvin einn eigenda Deloitte.

Björgvin kemur til Deloitte frá Íslandsbanka þar sem hann var framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar. Áður starfaði Björgvin Ingi hjá Meniga og ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey & Company. Björgvin er með MBA-gráðu frá Kellogg School of Management og B.Sc.-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.

Deloitte Consulting á Íslandi er hluti af ráðgjafararmi Deloitte í Evrópu með um 50 starfsmenn á Íslandi, yfir 1.100 á Norðurlöndunum og um 36.000 í Evrópu. Deloitte stefnir á frekari eflingu starfseminnar á Íslandi.

Áherslur Deloitte Consulting eru á ráðgjöf í stefnumótun, rekstri og upplýsingatækni og byggir á sterku baklandi Deloitte. Deloitte Consulting er eitt af sex sviðum Deloitte, hin eru: Endurskoðun, áhætturáðgjöf, fjármálaráðgjöf, skatta- og lögfræðisvið og viðskiptalausnir, að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK