Síminn hagnaðist um 887 milljónir

Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Orri Hauksson, forstjóri Símans. mbl.is/Golli

Síminn hagnaðist um 887 milljónir króna á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við 774 milljónir á sama tímabili í fyrra. 

Tekjur námu 6.874 milljónum króna samanborið við 6.723 milljónir króna á sama tímabili 2017 og hækka því um 151 milljón króna eða 2,2%.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði EBITDA nam 2.231 milljónum króna. Hann var 2.099 milljónir króna á fyrsta fjórðungi ársins 2017 og hækkar því um 132 milljónir króna eða 6,3% á milli ára. EBITDA hlutfallið er 32,5% fyrir fyrsta ársfjórðung 2018 en var 31,2% á sama tímabili 2017.

Handbært fé frá rekstri án vaxta og skatta nam 2.390 milljónum króna en var 2.427 milljónir króna á sama tímabili 2017. Eftir vexti og skatta nam handbært fé frá rekstri 2.043 milljónum króna en 2.096 milljónum króna í á fyrsta fjórðungi síðasta árs. 

Eiginfjárhlutfall Símans hf. var 61,4% í lok 1F 2018 og eigið fé 37,2 milljarðar króna.

Í tilkynningu um ársfjórðungsuppgjörið er haft eftir Orra Haukssyni, forstjóra Símans, að stóraukin gagnanotkun erlendra ferðamanna á Íslandi hafi valdið því að reikitekjur hafi náð þeim upphæðum sem þær voru í á sama fjórðungi í fyrra. 

Þá segir Orri að íslensk fyrirtæki hafi haldið nokkuð að sér höndum undanfarna mánuði í innkaupum á upplýsingatæknivörum. Sensa hafi orðið fyrir áhrifum af þessari sveiflu í fjórðungnum en fastir þjónustusamningar og verkefnastaðan gefi góðar væntingar um framhaldið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK