Viðskiptatækifæri í jafnrétti

Þórey segir að fjárfesta þurfi í jafnrétti til að ná …
Þórey segir að fjárfesta þurfi í jafnrétti til að ná árangri. mbl.is/Elín Arnórsdóttir

Eitt ár er nú liðið síðan Landsvirkjun og TM hófu samstarf við ráðgjafarfyrirtækið Capacent, í þeim tilgangi að efla jafnrétti innan fyrirtækjanna með Jafnréttisvísinum svokallaða, aðferðafræði sem Capacent byrjaði að þróa haustið 2016 en var ýtt úr vör haustið 2017.

Í Jafnréttisvísinum skuldbinda fyrirtæki sig til að vinna í þrjú ár að vel skilgreindu verkefni sem snýr að því að efla jafnrétti innan fyrirtækjanna með því að horfa á menningu, skipulag, fyrirmyndir, ráðningarferla og aðra þætti í starfsemi sinni. Að þeim tíma loknum eiga raunverulegar breytingar að vera búnar að eiga sér stað, segir Þórey Vilhjálmsdóttir, forsvarsmaður verkefnisins, í samtali við Morgunblaðið. Hún segir að í mörg horn sé að líta þessa dagana. „Við finnum fyrir gríðarlega miklum áhuga.“

Nú þegar eru þrjú fyrirtæki að innleiða Jafnréttisvísinn og fleiri á leiðinni. „Tvö sögulega nokkuð karllæg fyrirtæki, Landsvirkjun og TM, voru fyrst, og Landsbankinn fylgdi fljótlega í kjölfarið. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Sigurður Viðarsson, forstjóri TM, hafa báðir sagt að þetta hafi breytt sýn þeirra á stöðu kynjanna í fyrirtækjum sem þeir stjórna,“ segir Þórey.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK