18 missa vinnuna hjá Novomatic

Betware var stofnað hér á landi 1998. Novomatic keypti 90% …
Betware var stofnað hér á landi 1998. Novomatic keypti 90% í félaginu árið 2013. Félagið hannar hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí víða um heim.

Austurríska hugbúnaðarfyrirtækið Novomatic Lottery Solutions, áður Betware, sem er með skrifstofur í Holtasmára í Kópavogi, hefur sagt upp 18 starfsmönnum sínum hér á landi.

Samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans missti fyrirtækið stóran viðskiptavin í lok síðasta árs, sem réð úrslitum um framhaldið. Því hafi uppsagnirnar ekki komið á óvart.

Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu unnu starfsmennirnir sem misstu störf sín við hugbúnaðargerð.

Eftir uppsagnirnar munu 94 starfsmenn starfa hjá fyrirtækinu á Íslandi, en til viðbótar starfa samtals u.þ.b. 240 starfsmenn á öðrum starfsstöðvum fyrirtækisins í Austurríki, Serbíu og á Spáni.

Novomatic Lottery Solutions hannar hugbúnað fyrir ríkisrekin lotterí og hefur viðskiptavini víða um heim.

„Breytingarnar núna eru liður í víðtækari aðgerðum fyrirtækisins til hagræðingar í rekstri, en auk þessara uppsagna mun hugbúnaðargerðarfólki fækka á starfsstöðvum fyrirtækisins á Spáni (7 samtals) og í Serbíu (17 samtals),“ segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

 Björt framtíð fyrir ári síðan

Fyrir um ári síðan var sagt frá því í Morgunblaðinu að NLS hefði nær tvöfaldað starfsmannafjölda sinn hér á Íslandi frá því árið 2013 þegar 70 manns unnu hjá félaginu. Þá var haft eftir Gauta Guðmundssyni, framkvæmdastjóri NLS á Íslandi, að ákveðið hefði verið að halda starfsemi hér á landi til framtíðar þar sem mikil þekking og reynsla byggi í íslensku starfsstöðinni, og „allt væri á uppleið“.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK