Árnína ráðin yfirlögfræðingur Nasdaq

Árný Steinunn Kristjánsdóttir.
Árný Steinunn Kristjánsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Árnína Steinunn Kristjánsdóttir lögmaður hefur verið ráðin sem yfirlögfræðingur Nasdaq kauphallarinnar á Íslandi og Nasdaq verðbréfamiðstöðvar.

Áður hafði Árnína starfað hjá Samtökum fjármálafyrirtækja og þar áður á lögfræðisviði Actavis Group í Sviss.  Fyrir það, á árunum 2004 til 2010, var hún forstöðumaður lögfræðisviðs Nasdaq kauphallarinnar á Íslandi.

Árnína Steinunn útskrifaðist úr lagadeild Háskóla Íslands árið 2001 og fékk réttindi sem héraðsdómslögmaður árið eftir. Árnína Steinunn er gift Kristjáni Árna Jakobssyni, VP Finance hjá Alvotech hf. og eiga þau einn son.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK