Origo tapar 26 milljónum

Finnu Oddsson, forstjóri Origo.
Finnu Oddsson, forstjóri Origo. Ljósmynd/Aðsend

Tap upplýsingatæknifyrirtækisins Origo nam 26 milljónum króna á fyrsta fjórðungi ársins. Á sama tíma á síðasta ári var hins vegar hagnaður af rekstri fyrirtækisins að fjárhæð 71 milljón króna.

Sala á vöru og þjónustu nam 3,7 milljörðum króna á fjórðungnum, samanborið við fjóra milljarða á sama tíma á síðasta ári. Eiginfjárhlutfall var 41,8% í lok fjórðungsins.

Í afkomutilkynningu til Kauphallar segir að horfur í rekstrinum séu jákvæðar. Finnur Oddsson, forstjóri félagsins, segir þar að töluverður einskiptiskostnaður hafi fallið til vegna sameiningar Nýherja, Applicon og TM Software, nafnabreytingar og tilheyrandi markaðssetningar.

„Þó að við séum ekki sátt við rekstrarniðurstöðu Origo á fyrsta fjórðungi ársins erum við bjartsýn á árið fram undan.“

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK