Amazon á mikilli siglingu

Forstjóri Amazon, Jeff Bezos.
Forstjóri Amazon, Jeff Bezos. AFP

Bandaríska netfyrirtækið Amazon er á mikilli siglingu og rúmlega tvöfaldaðist hagnaður þess á milli ára á fyrstu þremur mánuðum ársins. Tekjur af viðskiptum á netinu og skýjaþjónustu skýra að mestu aukningu hagnaðar.

Afkoma Amazon er betri en væntingar voru um. Hagnaður Amazon nam 1,6 milljörðum Bandaríkjadala á fyrsta ársfjórðungi og jukust tekjur þess úr 36 milljörðum dala í 51 milljarð dala. Verð hlutabréfa Amazon hækkaði um rúm 7% í gærkvöldi eftir að tilkynnt var um afkomu félagsins.

Á fundi með greiningaraðilum í gær sagði fjármálastjóri Amazon, Brian Olsavsky, að áskriftargjöld streymisveitunnar Prime yrði hækkuð úr 99 dölum í 119 dali á ári. Hækkunin tekur gildi í næsta mánuði en þetta er gert vegna mikils kostnaðar sem fylgir eigin framleiðslu. Hann segir að með þessu sé verið að auka virði Prime á sama tíma og kostnaður hefur aukist við þjónustuna. Prime hefur skilað Amazon gríðarlegum tekjum á sama tíma.

Upplýsingar um Prime

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK