Eimskip tapaði 196 milljónum króna

Eimskip tapaði 196 milljónum króna á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við 24 milljóna króna hagnað á sama tímabili í fyrra. Samdráttur á innflutningi á bílum varð til þess að innflutningstölur félagsins voru undir áætlunum. 

Tekjur námu um 19,1 milljörðum króna og hækkuðu um 8,4%  á milli ára. Magn í áætlunarsiglingum jókst um 4% og tekjur af þeim um 9,3%. Magn í flutningsmiðlun jókst um 10% og tekjur hækkuðu um 6,8%

EBITDA nam 901 milljón króna og dróst saman um 22,1% frá fyrsta fjórðungi ársins 2017.  
Eiginfjárhlutfall var 49,3% og nettóskuldir námu 14,3 milljörðum króna í lok mars. 

Í tilkynningu um uppgjörið er haft eftir Gylfa Sigfússyni forstjóra að félagið sé að fara í gegnum umbreytingarferli með fjárfestingum í nýju vikulegu siglingakerfi. „Það mun taka tíma að byggja upp magn fyrir vikulega þjónustu en við erum bjartsýn á áætlanir okkar og útlitið varðandi bókanir er jákvætt.

Rekstrargjöld félagsins 1,7 milljarða og segir Gylfi að meginástæða þess sé kostnaður í tengslum við afkastagetu siglingakerfisins en félagið bætti við tveimur skipum í flotann samanborið við sama tímabil í fyrra. Hækkun rekstrargjalda megi einnig rekja til aukins olíukostnaðar, hærri launakostnaðar og kostnaðar í tengslum við skil á leigugámum. 

Þá segir Gylfi að innflutningur til Íslands hafi verið undir áætlunum, aðallega vegna samdráttar í innflutningi á bílum. Útflutningur hafi hins vegar farið vaxandi vegna aukins flutningsmagns á ferskum og frosnum fiski þrátt fyrir slaka loðnuvertíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK