Icelandair setur hótelin á sölu

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair mbl.is/Árni Sæberg

Icelandair Group hefur ákveðið að hefja söluferli á Icelandair Hotels og fasteignum sem tilheyra hótelrekstri. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Félagið rekur í dag 13 hótel undir merkjum Icelandair hótela og Hótel Eddu.

Samtals er um að ræða 1.937 herbergi á landinu öllu, 876 í Reykjavík, 450 á landsbyggðinni og 611 á sumarhótelum Hótel Eddu. Þá er stefnt að opnun nýs hótels við Austurvöll árið 2019.

Haft er eftir Björgólfi Jóhannssyni, forstjóra Icelandair group að með þessu sé næsta skref stigið í endurskipulagi félagsins, sem var kynnt fyrr á árinu með uppskiptingu félagsins í alþjóðaflugstarfsemi og hins vegar fjárfestingar í flugstarfsemi og ferðaþjónustu.

Hótel Reykjavík Marina opnaði árið 2012 við slippinn í Reykjavík.
Hótel Reykjavík Marina opnaði árið 2012 við slippinn í Reykjavík. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Við stígum nú næsta skref og höfum ákveðið að hefja ferli sem miðar að því að selja meirihluta í hótelfélagi okkar; Icelandair Hotels. Við horfum með sama hætti á þær fasteignir sem tilheyra þessum rekstri,“ er haft eftir Björgólfi. Segir hann að félagið ætli að skerpa enn frekar á kjarnastarfsemi félagsins, alþjóðaflugstarfseminni. „Þar ætlum við að fjárfesta í frekari vexti félagsins, í stafrænum lausnum, aukinni sjálfvirkni og nýjum flugvélum.“

Í tilkynningunni kemur einnig fram að samhliða því að setja hótelin í söluferli hafi verið ákveðið að dótturfélögin Iceland Travel og VITA verði hluti af kjarnastarfsemi Icelandair group.

Icelandair hótel rekur 13 hótel: Reykjavík Natura, Reykjavík Marina, Hilton Reykjavík Nordica, Canopy Reykjavik | City Centre, Reykjavík Konsúlat Hótel og Hótel Alda. Á landsbyggðinni eru Icelandair hótel á Akureyri, við Mývatn og á Héraði. Einnig eru sérleyfishótel á Flúðum, Klaustri, Hamri og í Vík. Icelandair hótel reka einnig sumarhótelkeðjuna Hótel Eddu, með tíu hótel um land allt

Hótel Natura við flugvöllinn í Reykjavík.
Hótel Natura við flugvöllinn í Reykjavík. mbl.is/Ómar Óskarsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK