Ekkert verður af viðskiptastríði

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Ekkert viðskiptastríð verður háð á milli Bandaríkjanna og Kína og hótanir um tolla hafa verið dregnar til baka.

Þetta sagði Liu He, varaforseti Kína, við kínverska ríkisfjölmiðilinn Xinhua.

Liu, sem var leiðtogi kínverskrar samninganefndar, sagði að þjóðirnar tvær hefðu náð sátt. „Báðir aðilar hafa náð sátt. Ekkert viðskiptastríð verður háð og tollhækkanir af beggja hálfu verða aflagðar,“ sagði hann.

Don­ald Trump Bandaríkjaforseti var sagður vilja leggja tolla á allt að 150 millj­arða dala virði af vör­um sem Banda­ríkja­menn flytja inn frá Kína. Kínversk stjórnvöld hétu því að bregðast við með sam­svar­andi toll­um á banda­ríska fram­leiðslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK