Eaton Vance eykur hlut sinn í TM

Ljósmynd/Aðsend

Banda­ríski fjár­fest­ing­ar­sjóður­inn Eaton Vance Mana­gement á um 5,5% hlut í Tryggingamiðstöðinni eftir umtalsverð viðskipti í gær.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu til Kaup­hall­ar­inn­ar sem ber að senda út þegar eign­ar­hlut­ur í skráðu hluta­fé­lagi fer und­ir eða yfir 5% þrösk­uld­inn. 

Sjóðurinn keypti um 3,4 milljónir hluta í Tryggingamiðstöðinni og fjölgaði þannig hlutum í sinni eigu úr 33,7 milljónum í 37,1 milljón. Það jafngildir 5,47% hlut í tryggingafélaginu og nemur markaðsvirðið 1.245 milljónum króna miðað við 33,55 krónur á hlut. 

Fyrir á Eaton Vance 3,6% í Eimskipi, 3,3% í Reitum, 3,5% í Högum, 3% í Sjóvá, 2,6% í Regin, 1,7% í HB Granda, 3,4% í VÍS, 1,1% í Eik og 3,2% í Símanum samkvæmt upplýsingum um stærstu hluthafa fyrirtækja í Kauphöllinni frá því í apríl. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK