Velta Advania 35 milljarðar

Ægir Már Þórisson og Gestur Gestsson.
Ægir Már Þórisson og Gestur Gestsson. mbl.is/Valli

Hagnaður Advania á Íslandi jókst á síðasta ári um 20% á milli ára og nam 420 milljónum króna. Tekjuvöxtur félagsins var 11% frá árinu á undan og námu heildartekjur 12,7 milljörðum króna.

Ægir Már Þórisson, forstjóri félagsins, segir að árið í ár fari vel af stað einnig, en tekjuvöxtur á fyrsta fjórðungi ársins er 23%. „Við höfum einnig bætt við okkur starfsfólki, en 50 fleiri starfa hjá okkur nú en á sama tíma á síðasta ári.“

Gestur Gestsson, forstjóri Advania-samstæðunnar, AdvaniaAB, segir að vel gangi einnig annars staðar á Norðurlöndum. „EBITDA-rekstrarhagnaður félagsins jókst um 59%, úr jafnvirði tæpra tveggja milljarða íslenskra króna árið 2016 í ríflega þrjá milljarða árið 2017, og tekjur jukust um 60% upp í 35 milljarða króna,“ segir Gestur, en veltan tvöfaldaðist í fyrra með kaupum á sænska félaginu Caperio.

Í ViðskiptaMogganum í dag birtist ýtarlegt viðtal við Ægi og Gest.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK