Fabrikkan seldi fyrir 723 milljónir

Hamborgarafabrikkan.
Hamborgarafabrikkan. mbl.is/Styrmir Kári

Tekjur Nautafélagsins, sem sér um rekstur Hamborgarafabrikkunnar á þremur stöðum á landinu, lækkuðu um 28 milljónir niður í 723 milljónir króna í fyrra samanborið við 751 milljón árið 2016. Hagnaður jókst hins vegar milli ára og var tæpar 2,8 milljónir króna, en var 447 þúsund krónur árið áður.

Flugkýr er móðurfélag Nautafélagsins. Hagnaður samstæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði, EBITDA, nam 36 milljónum í fyrra. Stöðugildi voru 51 að meðaltali í fyrra og fækkaði stöðugildum um tvö milli ára. Laun og launatengd gjöld voru 316 milljónir í fyrra en 320 milljónir ári áður.

Gleðipinnar ehf., sem er rekstrarfélag Keiluhallarinnar og Shake & Pizza, keypti 75% hlut í Flugkúm fyrir áramót. Það er í eigu Jóhannesar Ásbjörnssonar sem á 43% hlut og Jóhannesar Stefánssonar í Múlakaffi og fjölskyldu sem eiga 57%. Skúli Gunnar Sigfússon, sem oftast er kenndur við Subway, á síðan 25% í Flugkúm. 

Eins og fram hefur komið á mbl.is seldu Sigmar og Snorri sína hluti til Jóhannesar Stefánssonar í apríl á þessu ári. Greint var frá því á mbl.is að dómsmál sem Sigmar hefur höfðað á hendur Skúla var tekið fyrir í Héraðsdómi í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK