Fyrsta flugið til Kansas City

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, og áhöfnin í fyrsta fluginu.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, og áhöfnin í fyrsta fluginu. Ljósmynd/Icelandair

Fyrsta flugi Icelandair til Kansas City í Bandaríkjunum frá Íslandi var fagnað við brottför á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag, en borgin er ein fimm nýrra borga í Norður-Ameríku sem Icelandair bætir við leiðakerfi sitt í vor. Hinar eru Baltimore, Cleveland, Dallas og San Francisco. Alls flýgur Icelandair til 23 borga í Norður-Ameríku í ár.

„Flugvöllurinn i Kansas City er sá stærsti í Bandaríkjunum þar sem ekkert beint flug til Evrópu er í boði. Með nágrannaborgum er íbúafjöldi svæðisins um 5 milljónir og Icelandair því að opna stóran spennandi markað fyrir íslenska ferðaþjónustu og styrkja tengiflug félagsins til og frá Evrópu,“ segir enn fremur í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK