Kæra Eimskips er enn í rannsókn

Eins og fram kom í Morgunblaðinu í fyrradag kærði Eimskip til lögreglu í október 2014, það sem félagið taldi vera upplýsingaleka til Kastljóss RÚV, vegna rannsóknar Samkeppniseftirlitsins á meintum brotum Eimskips og Samskipa gegn samkeppnislögum.

Hulda Elsa Björgvinsdóttir, sviðsstjóri ákærusviðs Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH), var spurð hvar rannsókn lögreglunnar vegna kærunnar væri stödd: „Þetta mál er til rannsóknar hjá lögreglunni,“ sagði Hulda Elsa.

Aðspurð hverju það sætti að málið væri enn til rannsóknar tæpum fjórum árum eftir að kæran barst, sagði Hulda Elsa: „Lögreglan hætti rannsókn þessa máls í byrjun þessa árs, en Ríkissaksóknari felldi þá ákvörðun lögreglunnar úr gildi og lagði fyrir Lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að ljúka rannsókn málsins. Rannsókn málsins er því hafin á nýjan leik en ég hef í sjálfu sér ekki skýringu á því af hverju rannsóknin dróst á langinn. Þetta lýtur alltaf að umfangi máls og mannafla.“

Aðspurð sagði Hulda Elsa að ómögulegt væri að segja til um það hvenær rannsókninni lyki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK