Setja 37 nýjar íbúðir á Frakkastígsreit í sölu

Fjölbýlishúsið er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu.
Fjölbýlishúsið er á horni Frakkastígs og Hverfisgötu. mbl.is/Árni Sæberg

Fasteignafélagið Blómaþing hefur sett í sölu 37 nýjar íbúðir á Frakkastígsreit. Með því eru nær allar íbúðir á reitnum komnar í sölu. Söluverðmæti nýju íbúðanna er vel á annan milljarð króna.

Reiturinn afmarkast af Laugavegi, Frakkastíg og Hverfisgötu.

Blómaþing setti 23 íbúðir í sölu um mánaðamótin nóvember og desember. Þar af voru 8 íbúðir í nýju bakhúsi/garðhúsi, Frakkastíg 8e, og 15 íbúðir í tveimur stigagöngum í nýju fjölbýlishúsi á Hverfisgötu 58a og 58b. Nokkrir íbúar hafa flutt inn í íbúðirnar en um 25 íbúðir á reitnum hafa þegar verið seldar.

Nú bætast við 37 íbúðir í nýju fjölbýlishúsi á Frakkastíg 8.

Blómaþing hefur sett upp sýningaríbúðir í fjölbýlishúsinu.
Blómaþing hefur sett upp sýningaríbúðir í fjölbýlishúsinu. mbl.is/Árni Sæberg

Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður Blómaþings, segir íbúðirnar kosta frá 41,9 milljónum króna. Bílastæði fylgi með sumum þeirra. Margar séu 55-68 fermetrar og henti minni fjölskyldum og einstaklingum. Íbúðirnar snúa bæði að Frakkastíg og inn að lokuðum garði.

Hann segir markhópinn fólk sem vill búa í miðbænum. Þá henti íbúðirnar sem önnur eign fyrir fólk sem býr á landsbyggðinni. 

Fréttin í heild birtist í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK