Drekinn breiðir út faðminn

Starfsmaður fylgist með sólarselluframleiðslu í kínverskri verksmiðju.
Starfsmaður fylgist með sólarselluframleiðslu í kínverskri verksmiðju. AFP

Risastór sendinefnd kínverskra tæknifyrirtækja er komin til Íslands og efnir í dag til kínversk-íslensks hátækni- og nýsköpunarþings á Hilton Reykjavik Nordica.

„Á viðburðinn koma fulltrúar frá um það bil sjötíu kínverskum fyrirtækjum og er þetta stærsti viðburðurinn af þessu tagi sem við höfum átt þátt í að skipuleggja,“ segir Andri Marteinsson, forstöðumaður hjá Íslandsstofu, í Morgunblaðinu í dag.

Að sögn Andra er Ísland fyrsti viðkomustaður Kínverjanna á ferð þeirra um Norðurlöndin og tilgangurinn með viðburðinum að efla og styrkja viðskiptaleg tengsl á milli íslenskra og kínverskra fyrirtækja. Ráðstefnan, sem hefst kl. 9.30, er öllum opin og segir Andri von á áttatíu fulltrúum frá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum á viðburðinn.

„Sendinefndin kemur hingað undir merkjum China Hi-Tech Fair sem er mjög stór og öflugur hátækniviðburður sem haldinn er í nóvember og hefur stuðning tíu kínverskra ráðuneyta, sem sýnir hversu mikilvægur viðburðurinn er í augum Kínverjanna. Þeir líta á Norðurlöndin sem eitt markaðssvæði og er markmið ferða þeirra um Norðurlöndin að auka viðskipti og vöxt kínverskra fyrirtækja á alþjóðamörkuðum með því að reyna að skapa ný samstarfstækifæri við erlend fyrirtæki.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK