Íhuga yfirtöku á Norwegian

Boeing 737-800-þotur frá Norwegian Air á Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi.
Boeing 737-800-þotur frá Norwegian Air á Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi. AFP

Hlutabréf í Norwegian hækkuðu í morgun um nær 10% eftir að greint var frá því að þýska flugfélagið Lufthansa væri að skoða möguleikann á að taka norska félagið yfir. 

Financial Times greinir frá og byggir fréttina á ummælum, Carsten Spohr, forstjóra Lufthansa í þýska dagblaðinu Sueddeutsche Zeitung. „Þessa stundina eru allir að tala við alla. Það verður önnur bylgja samþjöppunar. Það þýðir að við erum líka í sambandi við Norwegian,“ sagði Spohr.

Norwegian hefur átt í viðræðum við nokkra mögulega kaupendur. Flugsamsteypan IAG, sem á meðal annars British Airways, keypti 4,6% í Norwegian í apríl og lagði inn tvö yfirtökutilboð en báðum var hafnað af stjórn Norwegian. 

Rekstrartekjur Norwegian á fyrstu þremur mánuðum ársins hækkuðu um þriðjung frá sama tímabili á síðasta ári og farþegum fjölgaði um 12%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK