Tjón útflytjenda algeng

Gámar við Sundahöfn.
Gámar við Sundahöfn. mbl.is/Árni Sæberg

Í niðurstöðum skýrslu um tjón útflytjenda í viðskiptum sínum við erlenda aðila kemur fram að rétt rúmlega helmingur liðlega 40 fyrirtækja sem svöruðu spurningalista Íslandsstofu hefur lent í einhvers konar svikum eða vanefndum í útflutningsstarfsemi sinni. Tiltölulega fá dæmi eru þó um svik en oftast var um vanefndir að ræða tengdar gjaldþrotum viðskiptavina.

Bent er á það í skýrslunni að engin stofnun hér á landi hafi það verkefni að greiðslutryggja útflutning. Ísak Kári Kárason, höfundur skýrslunnar, segir þetta koma á óvart, sé litið til annarra norrænna landa til samanburðar.

„Öll hin norrænu löndin eru með risastórar stofnanir með allt að hundrað starfsmenn sem sjá um að greiðslutryggja sína útflytjendur. Þetta gefur þeim ákveðið forskot. Það er þó til starfsemi sem heitir Tryggingadeild útflutnings, sem á að vera starfandi stofnun, en hefur ekki verið virk um árabil. Hún hvarf í rauninni bara,“ segir Ísak í samtali við ViðskiptaMoggann þar sem finna má nánari umfjöllun um málið. 

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK