Miklar sveiflur í kortanotkun vegna HM

AFP

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hefur töluverð áhrif á kortanotkun landsmanna. Á línuriti sem greiðslumiðlunin Valitor lét útbúa sést að á laugardaginn síðasta, þegar Ísland mætti Argentínu í fyrsta leik riðlakeppninnar, hafi fólk verið kaupglaðara en ella fyrri hluta dags. 

Upp úr kl. 10 fór kortanotkunin á flug og hélst mikil fram til um 12.45. Þegar leikurinn hófst kl 13 hríðféllu viðskiptin hins vegar langt niður fyrir meðaltal. Á venjulegum laugardegi hefði notkunin verið í hámarki. 

Í hálfleik mátti sjá nokkurn kipp en notkunin náði svo miklu lágmarki á milli kl 14 og 15.30. Það var ekki fyrr en um kl 17 sem kauphegðun landsmanna var kominn í eðlilegt horf.

Graf/Valitor
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK