Tryggingamiðstöðin býður í Lykil

TM hefur sett fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í …
TM hefur sett fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykils fjármögnunar hf. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Tryggingamiðstöðin hf. (TM) hefur sett fram skuldbindandi kauptilboð í alla hluti í Lykli fjármögnun hf. Frá þessu var greint í fréttatilkynningu til Kauphallarinnar síðdegis í dag.

Seljandi hlutanna er Klakki ehf., en Lykill hefur verið í opnu söluferli á vegum Beringe Finance.

Samkvæmt söluferlinu stóð fjárfestum til boða að skila inn óskuldbindandi tilboðum í allt hlutafé félagsins þann 6. apríl 2018. Í framhaldinu mun tilteknum fjárfestum hafa verið boðið að taka þátt í öðrum hluta söluferlisins, en skilafrestur til að gera skuldbindandi tilboð rann út í dag kl. 15:00.

Í tilkynningu TM til Kauphallarinnar segir að seljandi hlutanna hafi það nú í sínum höndum hvert framhald söluferlisins verði.

Þá segir einnig að tilboð TM sé háð fyrirvörum, svo sem um áreiðanleikakönnun og niðurstöðu hennar, samþykki Fjármálaeftirlitsins um að TM megi fara með virkan eignarhlut í hinu selda félagi og að Samkeppniseftirlitið samþykki hið nýja eignarhald. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK